29.4.2009 | 01:52
Ég elska mig! Elskar þú þig?
Ég fæ símtal frá vinkonu minni og ég heyri hvernig röddin á henni titrar þegar hún heilsar. Eins og alltaf þegar okkur líður illa og þurfum hjálp þá heilsar hún mér eins og hún sé að trufla.
,,Hæ, þetta er ég. Er ég að trufla?"
,,Nei að sjálfsögðu ekki", segi ég. ,,Er ekki allt í góðu?"
Það kemur löng þögn og ég heyri hana sjúga upp í nefið. ,,Nei, eiginlega ekki sko... Við vorum að hætta saman. Hann dömpaði mér Íris! HANN DÖMPAÐI MÉR! Hvað á ég að gera án hans? Hvernig á ég að komast í gegnum þetta? Hvað gerði ég vitlaust? Af hverju? Ég skil þetta ekki..."
Að sjálfsögðu hittir maður vinkonur sínar þegar þeim líður illa og gerir allt sem maður getur til að láta þeim líða vel.
Segir alla réttu hlutina, allt sem maður veit að er satt.
,,Hey, þú ert frábær! Þú gerðir ekkert rangt. Ef þetta er að gerast þá var þetta bara ekki meant to be skiluru? Það eru fleiri fiskar í sjónum!"
Maður fær þau svör sem maður býst við.
,,En ég vil engan annan fisk! Og hvernig get ég verið svona frábær þegar fiskurinn sem ég náði að veiða syndir bara í burtu frá mér? Ég hlýt að hafa gert eitthvað rangt!"
---
Ég hringi í vinkonu mína og ég finn hvernig röddin titrar þegar ég heilsa.
,,Hæ, þetta er ég. Er ég að trufla?"
,,Nei, að sjálfsögðu ekki Íris mín," svarar hún ,,er ekki allt í góðu"?
Það kemur löng þögn og ég sýg uppí nefið um leið og ég finn hvernig tárin byrja að streyma.
,,Nei eiginlega ekki sko... Við vorum að hætta saman. Hann dömpaði mér! Ég veit ekkert hvernig ég á að vera! Allt gekk svo vel! Af hverju? Hvað gerði ég vitlaust"?
---
Af hverju hlustar maður aldrei á sjálfan sig þegar maður gengur í gegnum sambandsslit eða erfiða tíma.
Er það svona er erfitt eða er möguleikinn á að geta valið hverju maður vill trúa að þvælast fyrir? Eða langar okkur bara stundum að líða illa?
Ég tel það ekkert nema hollt og gott fyrir sálina að líða illa endrum og eins. Að sjálfsögðu er það erfitt og getur litið út fyrir að vera heimsendir en allt, gott eða slæmt, gerir okkur að þeim sem við erum.
Ok, ok, klisja og við höfum heyrt þetta margoft. Samt, SAMT, gleymum við þessu alltof oft!
Ég reyni að vera eins stolt af sjálfri mér og ég get og þrátt fyrir þunglyndi og geðraskanir þá reyni ég að láta aðra ekki stjórna minni eigin hamingju.
Ég veit hver ég er. Ég veit hvað ég vil. Og ég veit hvað ég vil ekki.
Alveg sama hversu erfitt lífið virðist vera, við verðum að muna að lífið væri ekki slæmt nema það væri fyrir alla góðu tímana.
Hlustum á okkar eigin heilræði og hlustum á okkar eigin rödd.
Við ráðum okkar eigin hamingju.
Ég er eina manneskjan sem ég á eftir að lifa með til æviloka og því get ég allt eins elskað mig og dáð.
-Íris Hólm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.