Ég er ekki ein

Ég var spurð að því hvernig dagurinn minn hefði verið.
Ég svaraði:

"Ég vaknaði í morgun með hnút í maganum. Þorði ekki,
gat ekki, fékk mig ekki til að fara fram úr rúminu. Eftir 2 klst fór ég
framúr, inná baðherbergi, leit í spegilinn og táraðist yfir því hversu
illa ég leit út. Ég fór í sturtu, en fannst ég aldrei verða hrein.
Ég fékk mér að borða, en fannst ég aldrei verða södd.
Ég hlustaði á tónlist, og reyndi að dansa í huganum.
Ég ákvað að fara út en hélt höfðinu það langt niðri að enginn gæti séð hversu
óstjórnlega ljót ég væri í raun og veru.
Ég fór í búðina og langaði mikið í skúkkulaði. Ég keypti það ekki sökum
þess að ég var viss um að fólk myndi halda að ég væri feit og gráðug.
Ég fór svo heim og eldaði matinn. Ég horfði á sjónvarpið og hló.
Mér leið þá vel.

Ég hlustaði aftur á tónlist og dansaði, í þetta skipti, ekki í huganum.
Ég burstaði tennurnar, háttaði mig og fór upp í rúm, með bros á vör.

Eftir nokkrar mínútur táraðist ég og fékk á endanum óstöðvandi grátkast.
Mér fannst ég einskis virði. Mér fannst ég ljót. Mér fannst ég leiðinleg.
Ég grét og grét og grét.
Svo kom ég hingað og þú spurðir hvernig dagurinn minn hefði verið.....
Hvernig var dagurinn þinn"?

Hann svaraði mér:

"Alveg eins, fyrir utan það að ég keypti súkkulaðið".

Þarna fattaði ég, að ég væri ekki ein.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband