Þá kom að því...

Góða kveldið.

 

Ég stofnaði þessa bloggsíðu fyrir þó nokkru síðan og verður að viðurkennast að ég hef ekki verið ýkja dugleg við að færa inn færslur og misgóðar sögur úr mínu daglega lífi.

Ég hef nú samt hér með ákveðið að deila með ykkur nokkrum af mínum eldri ljóðum. Ég hef í gegnum árin samið 1-2 ljóð á dag og safnaði ég þeim saman fyrir ekki svo löngu síðan og finnst mér synd að engin fái að lesa þau. Hér koma tvö þeirra.

 

Fyrirgefið mér

Hef engan grunn og enga stoð
og enginn í heiminum asnast til að skilja.
Það er í raun ekkert skrítið,
þar sem mín eigin tár hylja
yfir þann skilning sem í raun býr
í brjósti mér.
Fyrirgefið, þau sem ég dreg með.
Fyrirgefið mitt illa geð.
Þetta er ömurlegt af mér,
ég veit það vel.
Þessi raunveruleiki fer með mig
eina stundina.
Aðra stundina er allt í “kei-inu”.
Ég reyni að átta mig sjálf á öllu sem er að.
Treystið mér,
þetta eruð ekki þið.
Þetta er einungis ég
og minn hugur.

(Íris Hólm)

 

Þáttökugjald lífsins

Hvers þarf maður að gjalda
ef maður fékk engu um það ráðið?
Ég skynja, ég er á lífi
og ég heyri hjartað í mér slá.
Tilfinningarnar leka niður kinnarnar
og ég er uppfull af þrá.
Dæmið það flækist og ég fæ enga lausn.
Alveg sama hvað ég geri,
ég hverf smátt og smátt,
Tekurðu eftir því, þú ert allt sem ég vil.
Þú heltekur mig alla en ég samt þig ekki skil.
Ef ég fékk engu um það ráðið,
af hverju er gjaldið þá svona hátt?

(Íris Hólm)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - mér finnst ljóðin vel skrifuð en sorgleg.

Sigrún Óskars, 26.4.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband